laugardagurinn 13. júlí 2013
Sigvaldi Kaldalóns á Dalbæ
Sunnudaginn 14. júlí verður haldin sérstök Kaldalónshátíð á Snæfjallaströnd nánartiltekið á Dalbæ. Þar verður hið vinsæla leikrit Sigvaldi Kaldalóns sýnt. Auk þess verður boðið uppá söngdagskrá með úrval laga eftir Kaldalóns og fjallað verður um ár tónskáldsins í Djúpinu. Hátíðin hefst kl.18 með sýningu á leikritinu Sigvaldi Kaldalóns. Miðaverð á Kaldalónshátíðina er aðeins 2.900.- kr og verður miðasala á staðnum.
Það verður sannarlega gaman að sýna leikritið Sigvaldi Kaldalóns á Dalbæ einmitt á slóðum læknisins og tónskáldsins.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06