
mánudagurinn 4. mars 2019
Sigurður Þór er Pétur
Við höldum áfram að kynna okkar frábæru áhöfn í Dimmalimm. Nú er röðin komin að sjálfum prinsinum, Pétri. Líkt og Dimmalimm er Pétur brúða gerð af mæðgunum listelsku Öldu Veigu Sigurðardóttur og Marsbil G. Kristjánsdóttir. Elfar Logi er einlægur þjónn brúðanna og færir þær milli staða. Leikarinn sem talar fyrir Pétur er ein af ungstjörnum leikhússins Sigurður Þór Óskarsson. Kómedíuleikhúsið býður hann velkominn til starfa og þakkar hlýhug til verkefnsins.
Sgurður Þór hefur verið í fjölmörgum leikverkum síðustu árin og leikur nú við hvurn sinn fingur í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpi og kvikmyndum. Þar ber að nefna sérstaklega myndina Rökkur sem er einmitt gerð af hinum bílddælsk ættaða Erling Thoroddsen. En leikstjórinn sá er einmitt sonur Bjössa Thor frá Bíldudal sem semur músíkina í Dimmalimm.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18