
þriðjudagurinn 30. október 2018
Síðustu sýningar á Kaldalóns í Hannesarholti
Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Sigvalda Kaldalóns í Hannesarholti Reykjavík. Næst síðasta sýningin er í kveld þriðjudaginn 30. október kl.20.00. Lokasýning verður síðan á sunnudag 4. nóvember kl.16.00. Miðasala á báðar sýningarnar á www.tix.is
Kaldalóns leikritið var frumsýnt í Hannesarholti 4. október og hefur verið sýnt nokkra ganga í holti Hannesar en einnig í Fella- og Hólakirkju, Ísafirði og Bíldudal.
Kaldalóns er þó eigi hættur á fjölunum því það nokkrar sýningar verða á landsbyggðinni. Á föstudag 2. nóvember bregðum við okkur á Blönduós. Einnig verða sýningar á Þingeyri, Hólmavík og Akranesi. Mjög líklegt að fleiri sýningarstaðir bætist við þegar á líður nóvember.
26.03.2021 / 17:03
Bakkabræður láta bíða eftir sér
Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann. ... Meira22.03.2021 / 16:53