mánudagurinn 30. júní 2014

Síðustu stundir Gísla á leiksviðinu

Gísli fer af leiksviðinu og yfir á mynddisk
Gísli fer af leiksviðinu og yfir á mynddisk

Einsog komið hefur fram hér á heimasíðunni þá lýkur brátt sýningum á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. Síðasta opna sýningin var í síðustu viku og aðeins eru eftir sýningar fyrir hópa. Þær sýningar eru allar á ensku en gaman er að geta þess að síðustu tvö árin hefur leikurinn verið sýndur oftar á ensku en á íslensku. Hópasýningarnar eru allar á söguslóðum Gísla nefnilega á Gíslastöðum í Haukadal. Einnig verður Gísli Súrsson sýndur á Miðaaldahátíðinni á Gásum 18. - 20. júlí. 

Þó sýningum á Gísla Súra ljúki í ágúst þá má verður áfram hægt að horfa á þessa vinsæla sýningu. Því í haust verður leikurinn tekinn upp og verður fáanlegur á mynddiski fyrir jólin. Þar höfum við það jólagjöfin í ár er Gísli Súrsson. Þannig verður hægt að horfa á leikinn aftur og aftur.