
miðvikudagurinn 23. janúar 2019
Sex vinsælustu
Kómedíuleikhúsið hefur sett á svið 43 leiki. Alls störfðu 162 listamenn að þeim verkum. Erum þar að tala um fjölbreytt störf listamanna allt frá leikurum til leikmyndahönnuðu og ljósameistara og allt þar á millum og kring. Þetta eru sérlega háar tölur sérstaklega þegar miðað er við atvinnuleikhús er starfar á landsbyggðinni. Allur gangur er á því hvort listamennirnir eru búsettir á Vestfjörðum sem vinna að okkar sýningum en alla jafna leitum við til þeirra starfandi listamanna sem eru á svæðinu hverju sinni. Þá sérstaklega þeim sem eiga tenginu við leiklistina.
Þó við gefum ávallt allt okkar í hverja uppfærslu þá er allur gangur á því hverning sýningarnar ganga. Þegar verkið er tilbúið er það ávallt í höndum áhorfenda hvernig til hafi tekist. Til gamans höfum við tekið saman lista yfir 6 mest sýndu leikverk Kómedíuleikhússins:
Kómedíuleikhúsið – vinsælustu sýningarnar
Leikrit Sýningarfjöldi
1. Gísli Súrsson 330
2. Gísli á Uppsölum 83
3. Dimmalimm 74
4. Grettir 61
5. Búkolla – Ævintýraheimur Muggs 45
6. Heilsugæslan 36
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18