fimmtudagurinn 29. desember 2011

Sérstök hátíđarsýning á Bjálfansbarniđ

Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur fengið frábærar viðtökur leikhúsgesta á öllum aldri. Leikurinn var frumsýndur síðustu helgina í nóvember og var sýnt allar helgar til jóla. Sérstök hátíðarsýning verður á jólaævintýrinu vinsæla föstudaginn 30. desember kl.17 í Listakuapstað á Ísafirði. Miðasala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni en ennig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverðið er það sama kómíska og góða aðeins 1.900.-kr. Vestfirsku jólasveinarnir Bjálfansbarnið og bræður hans halda nú aftur til síns heima eftir vel lukkaða endurkomu en sýning á föstudag verður sú tíunda. Bjálfansbarnið og bræður hans ætla nú að leggja sig næstu 10 mánuðina eða svo en mæta svo aftur fyrir jólin 2012 og stefna þá á leikferð um landið. Nú er bara að bóka sér miða í tíma og bjóða fjölskyldunni allri á sannkallað jólaævintýr.