föstudagurinn 11. desember 2015
Pantaðu Stúf í hús
Kómedíuleikhúsið hefur löngum verið í góðu sambandi við hina íslensku jólasveina og þá sér í lagi hinn sívinsæla Stúf. Stúfur er ávallt í önnum enda mikið um að vera fyrir jólin. Þau eru jú bara aðeins einu sinni á ári. En nú getur þú pantað Stúf heim að dyrum og alla leið inní stofu.
Já, hvernig væri að fá hinn eina sanna Stúf í heimsókn. Tilvalið fyrir stórfjölskylduna að safnast saman og eiga góða stund. Þetta snýst jú allt um fjölskylduna og vinina. Stúfur verður á ferðinni á milli húsa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík sunnudaginn 20. desember.
Það er engin annar en Benni Sig. umboðsmaður þjóðarinnar sem svarar í lurkinn hjá Stúf og tekur niður heimsóknatíma.
Lurkasíminn er 690 2303.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06