sunnudagurinn 13. nóvember 2011
Ný heimasíða
Velkomin á nýja heimasíðu Kómedíuleikhússins. Hönnuður síðunnar er Baldur Páll Hólmgeirsson eða Baldur Pan einsog hann er oft nefndur. Baldur er fjölhæfur listamaður og hefur vakið mikla athylgi fyrir verk sín í listinni og þá einkum ljósmyndir hans. En gaman er að geta þess að Baldur er einmitt hirðljósmyndari Kómedíu og tekur allar myndir þessa Kómíska leikárs. Hér á heimasíðunni færð þú allar upplýsingar um atvinnuleikhúsið Vestfirska allt frá upphafi og líka fram í tímann því hér á síðunni er leikárið 2011/2012 kynnt sérstaklega og er það sannarlega alþýðlegt og ævintýralegt. Rós Kómedíunnar Þjóðlegu hljóðbækurnar fá líka sér stöðu hér á síðunni og er hægt að panta þessa þjóðlegu gullmola hér. Kómedían er sífellt í þróun og því rétt að fylgjast reglulega með hér á heimasíðunni.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06