föstudagurinn 2. mars 2012
Náströnd Skáldið á Þröm brátt á fjalirnar
Æfingar á nýju íslensku leikverki Náströnd Skáldið á Þröm standa nú yfir hjá Kómedíuleikhúsinu. Hér er um að ræða alþýðlegan leik um alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon betur þekktur sem Skáldið á Þröm er var fyrirmynd Halldórs Kiljan á Ólafi Kárasyni í Heimsljósi. Náströnd Skáldið á Þröm verður frumsýnt á söguslóðum skáldsins á Suðureyri föstudaginn 23. mars. Önnur sýning verður daginn eftir laugardaginn 24. mars og loks verða tvær sýningar helgina eftir. Allar sýningarnar verða í Félagsheimilinu á Suðureyri. Höfundar leiksins eru Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson, Ársæll leikur en Elfar Logi leikstýrir. Búninga og leikmynd gerir Marsbil G. Kristjánsdóttir, höfundur tónlistar er Jóhann Friðgeir Jóhannsson og ljósahönnuður er Jóhann Daníel Daníelsson.
Alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon lifði engu venjulegu lífi og sjaldan var það neitt dans á rósum. Hann ritaði dagbækur frá unga aldri þar sem hann greinir nákvæmlega frá sorg og gleði í sínu lífi sem og grenir frá ýmsum viðburðum úr daglega lífinu. Strax í æsku urðu foreldrar hans að láta hann frá sér og þar með hófst þrautarganga ljósvíkingsins sem tók aldrei enda. Leikritið Náströnd Skáldið á Þröm er byggt á dagbókunum og er 99% textans eftir Magnús Hj. Magnússon.
Náströnd Skáldið á Þröm er 26. uppfærsla Kómedíuleikhússins sem er í dag með elstu starfandi atvinnuleikhópa landsins. Kómedíuleikhúsið fangar í ár sínu 15 ári og er leikurinn því sérstakur afmælisleikur Kómedíu. Athygli er vakin á því að Náströnd Skáldið á Þröm verður aðeins sýnt í takmarkaðan tíma.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06