
föstudagurinn 13. júní 2014
Lokasýning á Gísla Súrssyni og Fjalla-Eyvindi í Gamla bíó
Boðið hefur verið uppá sérstaka útlagatvennu í Gamla bíó í Reykjavík síðustu vikur. Þar hafa verið sýndir tveir einstakair einleikir um þekktustu útlaga þjóðarinnar Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind. Nú er komið að síðustu sýningu. Sýnt verður mánudaginn 16. júní kl.20 í Gamla bíó. Miðasala er í blússandi gangi á midi.is.
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur við miklar vinsældir síðastliðin tíu ár. Leikurinn hefur unnið til fjölda verðlauna og verið sýndur um land allt og víða erlendis. Fjalla-Eyvindur er nýr af nálinni og var frumsýndur í lok síðasta árs. Leikurinn hefur hlotið góðar viðtökur og verið sýndur víða.
23.04.2018 / 10:16
Lokasýning á Gísla á Uppsölum
Þá er bara komið að því. Lokasýning á hinum vinsæla leikverki Gísli á Uppsölum verður núna í vikunni. Gísli hefur nú verið sýndur um land allt og kannski táknrænt að sýningin verði í Þorlákshöfn. Þangað fór nú söguhetjan aldrei. En betra seint en ekki. Lokasýningin á Gí... Meira20.04.2018 / 13:24