föstudagurinn 12. júlí 2019
Lokasýning á EG sunnudag
Sögulegi einleikurinn EG verður sýndur í síðasta sinn núna á sunnudag. Að vanda verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sýningin kl.16.00. Þetta er 21 sýning á EG svo óhætt er að segja að vel hafi gengið og viðtökur verið framar vonum.
Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson, sá fyrr nefndi leikur en síðar nefndi leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen og lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðarson.
Gaman er að geta þess að í haust verður leikritið EG aðgengilegt á hljóðbókaveitunni Storytel. Er það liður í að koma nokkrum sýningum Kómedíuleikhússins inná þá vinsælu hlustunarveitu. EG verður fyrsta leikrit Kómedíuleikhússins sem mun rata inná Storytel.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06