şriğjudagurinn 3. desember 2019

Leppalúği í Borgarnesi

Hinn víğförli Leppalúği mætir í Borgarnes
Hinn víğförli Leppalúği mætir í Borgarnes

Jólaleikritið Leppalúði verður sýnt í Borgarnesi miðvikudaginn 4. desember kl.17.30.  Sýnt verður í Félagsmiðstöðinni Óðal og allir eru velkomnir, miðaverð er aðeins 2.500.- krónur. Miðasala fer fram við innganginn á sýningardegi og já það er posi á staðnum.

Leppalúði hefur verið á ferð og flugi um landið síðan um miðjan nóvember. Frumsýnt var á Tálknafirði 13. nóvember og síðan þá hefur leikurinn verið sýndur á Bíldudal, Patreksfirði, Reykjavík, Reykhólum, Hvammstanga, Skagaströnd, Blönduósi, Barðaströnd, Þingeyri, Búðardal og nú í Borgarnesi.

Margir hafa heyrt hans getið en fæstir vita mikið um hann ef nokkuð. Enda hefur hann ávallt fallið í skuggann á konu sinni, henni Grýlu. En nú er loksins röðin komin að Leppalúða. Leikritið gerist í Grýluhelli hvar Leppalúði vaknar fyrstur allra og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera. Hvað skyldi það nú vera? Jú, að gera ekki neitt. 

Bráðfjörugur leikur fyrir jólabörn á öllum aldri.