
föstudagurinn 6. desember 2019
Leppalúði á leikhúseyrinni Þingeyri
Nýjasta jólaleikrit Kómedíuleikhússins hefur heldur betur verið sýnt víða undanfarið. En alls hefur leikurinn verið sýndur 14 sinnum og það á 14 stöðum á landinu. Frumsýnt var 13. nóvember síðastliðinn á Tálknafirði. Nú er Leppalúði kominn heim, já á leikhúseyrina okkar hér á Þingeyri. A helginni verða tvær sýningar á Leppalúða í Félagsheimilinu Þingeyri. Sýnt verður á laugardag og sunndag og hefjast sýningar kl.14.00. Miðasala á staðnum og já við erum með posa. Miðaverð er aðeins 2.500.- krónur.
Leikritið um Leppalúða er bráðfjörugt og sannlega fyrir börn á öllum aldri. Leppalúði hefur kannski ekki mikið verið í sviðsljósinu undanfarnar aldri en nú er loks komið að því að hann fái að sýna sitt rétta andlit. Það er nefnilega þannig að Leppalúði vaknar ávallt fyrstur allra í Grýluhelli. Og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera og það er að gera ekki, neitt.
Þetta eru síðustu sýningar á Leppalúða fyrir jól og því ekkert annað að gjöra en skunda á leikhúseyrina á helginni og kikka á Leppa.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18