fimmtudagurinn 27. nóvember 2014

Leikræn tjáning kemur út á helginni

Á helginni kemur bókin Leikræn tjáning út hjá Kómedíuleikhúsinu. Hér er um að ræða kennslubók í leiklist fyrir fólk á öllum aldri. Höfundur bókarinnar er kómedíuleikarinn Elfar Logi Hannesson sem kennt hefur leiklist um land allt í um tvo áratugi. Bókin Leikræn tjáning verður fáanleg í verslunum um land allt. Í verslunum Pennans/Eymundsson, Hagkaupum og í Mál og menningu. Einnig er hægt að panta bókina beint hjá Kómedíuleikhúsinu í síma: 891 7025.

Nýstárleg leið var farin í að fjármagna útgáfu á bókinni Leikræn tjáning en einsog margir vita þá er oft erfitt að ná endum saman í svona ævintýrum. Vefurinn karolinafund.com er einmitt vettvangur fyrir svona ævintýri. Þar geta notendur allsstaðar í heiminum fjárfest í verkefninu. Margir kostir voru í boði í okkar tilfelli þannig var hægt að fjárfesta að andvirði einnar bókar og allt þar til þú varst að fá fyrir peninginn heilt leiklistarnámskeið. Mikil spenna er þó í þessu ævintýri því ef þú nærð ekki því markmiði sem þú setur þér í upphafi þá færðu ekkert. Við náðum markmiðinu svona líka vel og berum miklar þakkir í hjarta til allra þeirra sem höfðu trú á okkur og fjárfestu í okkur.

Leikærn tjáning kemur vestur á helginni og fer síðan í dreifingu um land allt.