
laugardagurinn 1. júní 2019
Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins
Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins er brautryðjenda verkefni í leiklistarmálum á svæðinu. Kómedíuleikhúsið ætlar að koma sér upp sérstakri leiklistarmiðstöð undir starfsemi sína á Þingeyri og hlutum til þess styrk frá Öll vötn til Dýrafjarðar. Um er að ræða vinnuaðstöðu til æfinga á leikverkum okkar, skrifstofuaðstöðu Kómedíuleikhússins, aðstaða til hýsa leikmyndir okkar og búningasafn, og síðast en ekki síst aðstaða til að geta boðið uppá leiklistarnámskeið, fyrirlestra ofl.
Kómedíuleikhúsið hefur í dag ekkert fast æfingahúsnæði og því viljum við breyta og framtíðina sjáum við fyrir okkur í Dýrafirði. Okkar markmið er að vera leiðandi í leiklist á Vestfjörðum og því mun komandi leiklistarmiðstöð okkar hafa mikið að segja. Þangað munu koma atvinnulistamenn til að vinna með okkur að uppsetningum Kómedíuleikhússins. Einnig mun hingað streyma listafólk allsstaðar af landinu til að sækja námskeið og annað leiklistartengt s.s. fyrirlestra. Þetta verður ekki sýningaraðstaða enda höfum við glæst leikhús nú þegar á Þingeyri í Félagsheimilinu.
Stefnt er að því að hefja starfsemi okkar í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins í ágúst komandi ef allt gengur eftir. Nú erum við á höttunum eftir hentugu húsnæði á leiklistar eyrinni Þingeyri.
Spennandi.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06