■ri­judagurinn 17. septemberá2013

Leikfer­ Ý skˇla ß Vesturlandi

B˙kolla og GÝsli S˙rsson fara ß flakk
B˙kolla og GÝsli S˙rsson fara ß flakk

Vikuna 30. september til 5. október mun Kómedíuleikhúsið heimsækja skóla á Vesturlandi. Boðið verður uppá tvær leiksýningar svo allir aldurshópar fá eitthvað við sitt hæfi. Fyrir leikskóla og yngri bekki grunnskóla er boðið uppá ævintýraleikinn vinsæla Búkolla sem hefur sannarlega slegið í gegn um land allt. Fyrir eldri bekki grunnskóla er boðið uppá hvorki meira né minna en verðlaunasýninguna Gísli Súrsson. Þá sýningu þarf vart að kynna hefur verið á ferð og flugi síðan 2005 og þegar hafa 255 sýningar verið sýndar. 

Það er auðvelt að panta sýningu aðeins þarf að senda okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is Einnig er hægt að bjalla í okkur í Kómedíusímann 891 7025.