mánudagurinn 8. apríl 2013

Leikferð í skóla á Norðurlandi

Búkolla og Gísli Súrsson fara norður
Búkolla og Gísli Súrsson fara norður

Allt frá aldamótum hefur Kómedíuleikhúsið verið meðal ferðaglöðustu leikhúsum þjóðarinnar. Við höfum líka sérstaka ánægju af því að ferðast um okkar fagra land og hitta áhorfendur í sínu eigin leikhúsi. Í næstu viku verður enn ein leikferðin farin og nú er stefnan tekinn norður. 

Vikuna 15. - 20. apríl munum við heimsækja skóla á Norðurlandi bæði leik- og grunnskóla. Það eru góðkunningjar Kómedíu sem verða í aðalhlutverki. Fyrst ber að nefna vinsælustu sýningu okkar sem og Vestfjarða sjálfan Gísla Súrsson. Með fornkappanum verður sýningin Búkolla sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýnd um land allt. Þegar hafa nokkrir skólar bókað sýningar en enn getum við bætt við okkur.

Það er auðvelt að panta sýningu einfaldlega senda okkur tölvuöpóst á komedia@komedia.is Einnig er hægt að hringja í Kómedíusímann 891 7025. Hlökkum til að heyra í ykkur og enn meira að sjá ykkur í leikhúsinu.