föstudagurinn 22. nóvember 2013

Krummi krúnkar á Bókasafni Ísafjarđar

Fjallađ verđur um krumma og lesin ljóđ
Fjallađ verđur um krumma og lesin ljóđ

Vestfirskur húslestur verður núna á laugardag á Bókasafninu á Ísafirði. Að þessu sinni verður fjallað um fuglinn krumma. Þessi fugl hefur sannarlega farið sínar eigin leiðir og komið víða við sögu. Á Ísafirði fílar krummi sig vel enda er hér mikið af honum og sumir vilja nú meina að þetta sé okkar bæjarfugl. Á Vestfirskum húslestri á laugardag mun Björn Baldursson fjalla um krumma og Elfar Logi Hannesson mun flytja ljóð um krumma sem sannarlega eru mörg og margvísleg. Vestfirskur húslestur hefst kl.13.30 á laugardag og að vanda er aðgangur ókeypis. Heitt verður á könnunni og jafnvel einhverjir góðir sætir molar með.

Vestfirskur húslestur er samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Bókasafnsins á Ísafirði.