f÷studagurinn 10. jan˙ará2014

KˇmedÝuleikh˙si­ tilnefnt til Eyrarrˇsarinnar

KˇmedÝuleikh˙si­ hefur frumsřnt um 40 leikverk sem ÷ll tengjast vestfirskri s÷gu og menningu.
KˇmedÝuleikh˙si­ hefur frumsřnt um 40 leikverk sem ÷ll tengjast vestfirskri s÷gu og menningu.

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að Kómedíuleikhúsið er tilnefnt til hinna flottu Eyrarrósar verðlauna. Þessi verðlaun sem nú verða afhent í tíunda sinn eru veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefna á landsbyggðinni. Kómedíuleikhúsið er alveg í skýjunum með þessa miklu viðurkenningu. Alls eru tíu verkefni tilnefnd sem er við hæfi á tíu ára afmæli verðlaunanna. Þann 23. janúar verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta viðurkenningu og í febrúar verður svo sjálf Eyrarrósin afhent. 

Þessi tilnefning til Eyarrósarinnar er mikil viðurkenning fyrir okkur í Kómedíuleikhúsinu. Leikhúsið hefur starfað í 16 ár og á þeim tíma hefur það sett upp um 40 leikverk. Verkin eru nokkuð einstök því öll byggja þau á vestfirskri sögu og menningu. Kómedíuleikhúsið er einnig fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. 

Það er glæsilegur listi tilnefndra til Eyrarrós og mikill heiður að fá að vera á meðal allra þessara frábæru menningarverkefna á landsbyggðinni. Sem sýnir um leið hve glæst menningarlífið er á landsbyggðinni. 

Þessir eru tilnefndir til Eyarrósarinnar í ár:

 

Kómedíuleikhúsið

Skrímslasetrið

Áhöfnin á Húna 

Verksmiðjan Hjalteyri

Hamondhátíðin á Djúpavogi

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri

Tækniminjasafn Austurlands

Reitir á Siglufirði

Listasetrið Bær í Skagafirði

Þjóðahátíð Vesturlands

 

Til hamingju öll og megi ykkur ganga sem allra best.