mánudagurinn 6. maí 2013
Kaldalóns á Vatnasafninu
Nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins Sigvaldi Kaldalóns hefur fengið stókostlegar viðtökur. Upphaflega átti bara að sýna 2-3 sýningar en það styttist brátt í tuginn í sýningarfjölda og meira framundan. Enn á ný leggjum við land undir fót og nú tökum við ekki hús einsog við erum vön heldur heilt safn undir okkur. Á fimmtudag 9. maí, Uppstingingardag, verður leikritið Sigvaldi Kaldalóns sýnt í hinu einstaka Vatnasafni í Stykkishólmi. Sýningin hefst kl.20 og er miðasala á staðnum.
Höfundur og leikari sýningarinnar Sigvaldi Kaldalóns er Elfar Logi Hannesson. Aldrei þessu vant er hann ekki einn á senunni því með honum er hin hæfileikaríka tónlistarskona Dagný Arnalds sem gerir allt í senn leikur, syngur og spilar á klaverið alveg einsog engill. Leikurinn var frumsýndur í Hömrum í lok febrúar og sýndur þar fyrir smekkfullu húsi fimm sinnum. Eftir það hafa sýningar verið bæði á Þingeyri og í Saurbæ, á hinni árlegu Jörfagleði í Dölunum. Sýningin á Sigvalda Kaldalóns í Vatnasafninu í Stykkishólmi núna á fimmtudag er sú áttunda. Í sumar verður svo farið á söguslóðir verksins þegar sýnt verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd í byrjun júlí. Skömmu síðar verður Sigvaldi Kaldalóns á dagskrá hinnar vönduðu og vinsælu Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Ekki er allt talið en við hættum samt að telja hér og komum með fleiri fréttir af sýningunni Sigvaldi Kaldalóns síðar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06