föstudagurinn 21. desember 2012
Jólaskemmtun KómedíuleikHússins
Núna á laugardagur býður Kómedíuleikhúsið og veitingastaðurinn Húsið Vestfirðingum öllum á jólaskemmtun. Fjörið verður á planinu flotta við Húsið sem hefur nú þegar fengið flottan jólabúning því þar eru bæði komin jólaljós og tré. Jólaskemmtun KómedíuleikHússins hefst kl.15 á laugardag. Öllum er boðið og þetta verður bara jólastuð. Hinn vinsæli jólasveinn Hurðaskellir tekur á móti gestum og kemur þeim í rétta jólaskapið. Skömmu síðar stíga vestifrsku jólasveinarnir á stokk á útisviðinu á plani Hússins. Þessir jólasveinar hafa sannarlega málað bæinn rauðann fyrir þessi jól enda eru þetta algjörir jólasveinar. Förum saman í bæinn á Ísó á morgun og skellum okkur á Jólaskemmtun KómedíuleikHússins, það kostar ekkert.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06