
fimmtudagurinn 2. janúar 2020
Jóla- og þrettándaskemmtun Ísafirði
Ísafjarðarbær býður öllum til jóla- og þrettándaskemmtunnar sunnudaginn 5. janúar kl. 14:00 á sal Grunnskólans á Ísafirði. Aðgangur er ókeypis.
Fjölbreytt skemmtan fer fram:
Álfadrottningin og álfakóngurinn syngja og spila lög að hætti stundarinnar.
Sýnt verður brot úr jólaleikritinu Leppalúði.
Dansdeild Listaskóla Rögnvaldar sýnir brot úr dansleiknum Litla stúlkan með eldspýturnar
Flutt verða álfa- og þrettándaljóð og hver veit nema Grýla mæti á svæðið með Hurðaskelli uppáhaldsson sinn.
Steini mætir með stóra heita súkkulaði pottinn sinn og þar fer engin ofan í heldur fá allir heitt súkkulaði!
Það er Kómedíuleikhúsið sem hefur umsjón með Jóla og þrettándaskemmtun fjölskyldunnar.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18