mivikudagurinn 17. oktber2012

slensk vintri n jleg hljbk

Nja jlega hljbkin komin  verslanir um land allt
Nja jlega hljbkin komin verslanir um land allt

Út er komin ný Þjóðleg hljóðbók. Að þessu sinni eru það Íslensk ævintýri. Að vanda sækir útgáfan í hinn djúpa og gjöfula þjóðsagnaarf þjóðarinnar. Ævintýrin íslensku eru fjölmörg og á Íslensk ævintýri má finna rjómann af þeim bestu. Öll ævintýrin á hljóðbókinni eru úr safni meistara Jóns Árnasonar. Meðal ævintýra á þessari Þjóðlegu hljóðbók, Íslensk ævintýri, má nefna Búkolla, Sagan af Fóu feykirófu, Lokalygi, Flugan og uxinn, Koltrýnu saga og síðast en ekki síst Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir. Hljóðbókin fæst í verslunum um land allt og einnig hér á heimasíðunni. Verðið er það sama góða og þjóðlega aðeins 1.999.- kr. Íslensk ævintýri er önnur Þjóðlega hljóðbókin sem kemur út á þessu ári en alls hafa verið gefnar út tíu Þjóðlegar hljóðbækur.