mánudagurinn 6. janúar 2014

Hvağ boğar nıtt kómískt ár?

Sıningar á Fjalla-Eyvindi hefjast ağ nıju í janúar
Sıningar á Fjalla-Eyvindi hefjast ağ nıju í janúar

Gleðilegt ár kæru landsmenn. Síðasta ár var bara mjög skemmtilegt og sérlega kómískt, allavega hér í herbúðum okkar í Kómedíuleikhúsinu. Síðasta frétt síðasta ár var einmitt skýrsla liðins ár hinn árlegi annáll Kómedíuleikhússinns. Vissulega var árið 2013 mjög viðburðaríkt hjá okkur en nóg af því nú er það nýja árið. Það er óhætt að segja að nýja árið byrji vel þrátt fyrir örlæti veðursins hér vestra. Já, það er bóksaflega allt á kafi í snjó hér á Ísafirði. En það er bara flott að fá allan þennan snjó og svo er bara að vona að allur þessi snjór bara haldi sér. Það er miklu skemmtilegra en að snjórinn sé alltaf að koma og fara. Þetta slabb er ekkert sem gaman er af. Úr vetrarveðri í leikhúsfréttir.

Núna á fyrsta mánuði ársins hefjast æfingar að nýju á útilegumannastykkinu Fjalla-Eyvindur. Verkið var frumsýnt í október í fyrra og hefur fengið þessar fínu viðtökur. Fyrsta sýning á Fjalla-Eyvindi á nýju ári verður í Holti í Önundarfirði 15. janúar. Einnig er fyrirhuguð sýning á Eyvindi fjallanna í Einarshúsi í Bolungarvík í janúar. Í hinum ágæta febrúarmánuði mun Fjalla-Eyvindur fara yfir fjöll alla leið norður í land. Laugardaginn 22. febrúar verður leikurinn sýndur á hinni einstöku Eyvindarstofu á Blönduósi. Barnaleikritið Búkolla verður einnig með í för og mun heimsækja nokkra skóla fyrir norðan. Í mars verður síðan farið í leikferð um suðurland með Búkollu og verðlaunaleikinn Gísla Súrsson. 

Það er að vanda bjartsýni í herbúðum Kómedíuleikhússins þrátt fyrir veðurofsan og mikið um ferðalög á nýju frábæru ári. Loks má geta þess að undirbúningur fyrir fyrstu frumsýngu árins er hafin. Um er að ræða barnaleikrit sem hefur heitið Halla og er byggt á samnefndri ljóðabók eftir Stein Steinarr. Frumsýnt verður í byrjun apríl á Ísafirði. 

Halla verður eina leikritið sem frumsýnt verður á nýja árinu hjá Kómedíuleikhúsinu. Enda erum við með svo mörg verk ennþá í sýningu að það er bara engin leið að hætta að sýna. Þetta eru fjögur leikverk Búkolla, Fjalla-Eyvindur, Gísli Súrsson og loks Sigvaldi Kaldalóns. Öll þessi verk verða á fjölunum út þetta ár og því verður mikið um sýningarhald á nýju ári.