
mánudagurinn 7. október 2019
Hollvinur Kómedíuleikhússins
Vilt þú gerast HOLLVINUR KÓMEDÍULEIKHÚSSINS? Með því eflir þú og bætir starfsemi eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Vinir fá líka árlega kómískar þakkir. Þú færð 2 miða á verði eins á ekki bara eina heldur allar leiksýningar okkar og svo færðu óvæntan glaðning sendan í pósti árlega.
HOLLVINASTYRKURINN er aðeins 5.000.- krónur á ári (má alveg borga meira ef vill).
Það er einfalt að gerast HOLLVINUR KÓMEDÍULEIKHÚSSINS. Þú einfaldlega sendir okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18