laugardagurinn 15. desember 2012

Hljóðbókaklúbburinn þinn

Við viljum gera vel við okkar fólk og því höfum við stofnað sérstakan klúbb utan um hljóðbókaútgáfu okkar. Króinn heitir einfaldlega Hljóðbókaklúbburinn þinn. Það borgar sig að vera í þessum klúbbi því þarna færðu langbestu kjörin. Félagar fá 35% af hverri hljóðbók en við gefum út 4 hljóðbækur á ári. Ekki er þó allt talið því félagar fá 50% afslátt af öllum eldri hljóðbókum okkar en við höfum gefið út 10 hljóðbækur. Þannig getur þú eignast þær allar á góðu verði eða jafnvel notað til gjafa. Síðast en ekki síst þá þarftu ekki að borga sendingarkostnaðinn því við sjáum um hann. Hver hljóðbók er rukkuð þegar hún kemur til þín og því þarftu ekki að greiða allt fyrirfram. 

Í tilefni góðra daga og framtíðar þá erum við með sérstakt áskriftartilboð. Allir sem ganga í Hljóðbókaklúbbinn þinn fá eina hljóðbók að gjöf og verður hún send með fyrstu hljóðbók ársins. Tilboðið gildir frá og með núna og alveg til 4. febrúar 2013.

 

Hljóðbækur ársins eru:

Dracula Makt myrkranna, hin eina sanna skáldsaga eftir Bram Stoker kemur út í febrúar

Skrímslasögur, úrval sagna úr þjóðsagnasafni þjóðarinnar kemur út í maí

Piltur og stúlka, fyrsta skáldsaga Íslands eftir Jón Thoroddsen kemur út í september

Álfa- og jólasögur, úrval sagna úr þjóðsagnasafni þjóðarinnar kemur út í nóvember

 

Allt þetta á 35% afslætti og engin sendingarkostnaður. Verðið er alveg einstakt:

Skáldsögurnar á 1.949.- kr en fullt verð er 2.999.- kr.

Þjóðsagnahljóðbækurnar á 1.299.- kr en fullt verð er 1.999.- kr

 

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn. Sendu einfaldlega póst á netfangið komedia@komedia og hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Þannig færð þú allar hljóðbækurnar á besta verði landsins.