
þriðjudagurinn 7. apríl 2015
Grettir og Einar Kára aftur á Selfossi
Fyrr í vetur var haldin sérstakt Grettiskveld í Fischersetrinu á Selfossi með miklum bravúr. Einar Kárason, rithöfundur, flutti erindi um Gretti og Kómedíuleikhúsið sýndi einleikinn sinn um kappann. Á næstu helgi á að endurtaka leikinn. Sýnt verður bæði laugardag 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl í Fischersetrinu Selfossi. Húsið opnar 19.30 en leikur hefst kl.20. Miðaverð er aðeins 3.500.- kr og rennur allur ágóði til Fischerseturs. Miðsölusími er 894 1275.
Meðfylgjandi eru tvær myndir sem teknar voru á síðsutu Grettisstund.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18