mánudagurinn 11. júlí 2016
Grettir gerir allt vitlaust
Hinn kraftmikli einleikur Grettir er að slá öll fyrri met Kómedíuleikhússins. Núna í júní og júlí verður leikurinn sýndur 23 sinnum. Já, takk fyrir takk 23 sýningar þar af 14 á ensku. Ensk útgáfa leiksins var frumsýnd í Kanada síðasta haust og í sumar hefur Kómedíuleikhúsið tekið hressilega sumarvertíð með Gretti því alla miðvikudaga eru opnar sýningar í Edinborgarhúsinu. Sýningarnar hafa fengið mun meiri aðsókn en við þorðum nokkurn tíman að láta okkur dreyma um. Reyndar byrjaði þetta rólega því aðeins komu 4 á fyrstu sýningu sumarsins í Edinborg. Strax á þeirri næstu voru áhorfendur helmingi fleiri eða 8. Síðan þá hafa aldrei færri en 15 áhorfendur mætt á hverja sýningu. Þetta er miklu mun betra en síðast þegar við vorum með opnar sýningar á ensku yfir sumartímann. Það var fyrir löngu síðan eða árið 2005. Þá komu aldrei fleiri en 10 áhorfendur en oft kom engin. Þannig að við erum bara rosalega ánægð með það sem af er sumarvertíðinni.
Ekki er nú allt talið hjá Gretti því í samstarfi við Vesturferðir náðum við að selja okkur inná eitt skemmtiferðaskip sem keypti vikulegar sýningar á Gretti í júlí. Það gæti jafnvel orðið að fleiri sýningar verði fyrir hin mörgu skemmtiferðaskip er hingað koma því fyrirspurnir hafa borist um hvað kappinn kosti frá fleiri skipafélögum.
Komandi vika er sérlega annasöm hjá Gretti því á miðvikudag verða tvær sýningar á ensku. Sú fyrri um borð í skemmtiferðaskipi við Ísafjarðarhöfn og svo um kveldið verður opin sýning í Edinborgarhúsinu. Á helginni verður Grettir á hinni árlegu miðaldahátíð á Gásum í Eyjafirði. Hvar sagðar verða Grettissögur þrisvar á dag alla helgina.
Hinar vikulegu sýningar á Gretti á ensku í Edinborg eru alla miðvikudaga í sumar kl.20. Miðasala fer fram hjá Vesturferðum en einnig er hægt að kaupa miða í leikhúsinu hálftíma fyri sýningu á sýningardegi.
Sumarsýningar standa yfir út júl. Hvort við tökum ágúst líka er oft snemmt að segja en allavega má bóka það að Grettir verður einnig vikulegur gestur í Edinborg Ísafirði næsta sumar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06