miðvikudagurinn 14. október 2015
Grettir fer til Kanada
Kómedíuleikhúsið hefur verið boðið að sýna einleikinn Gretti í Kanada. Ferðin hefst á þriðjudag komandi, 20. október, og fyrsta sýning verður strax daginn eftir 21. október í Gimli. Fleiri sýningar verða næstu daga en leikferðin stendur til 27. október. Fimmtudaginn 22. október verður Grettir sýndur í háskólanum í Manitoba. Sama dag mun kómedíuleikarinn, Elfar Logi, einnig vera með masterklass í leiklist fyrir leiklistardeild háskólans. Föstudaginn 23. október verður Grettir síðan sýndur að nýju í Gimli í Aspen leikhúsinu.
Það er mikill heiður að fá tækifæri til að sýna rammíslenskt leikverk á Nýja Íslandi einsog þetta kunna Íslendinga nýlendu svæði er jafnan nefnt, Winnipeg og Manitoba. Reyndar var beðið um verðlaunaleikinn Gísla Súrsson einnig en því miður er sú leikmynd alltof mikil til að fara með í svo langar leikferðir. Svo Grettir mun sjá um dæmið alla leið.
Til gamans má svo geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur einnig tekið boði um að sýna Gretti á Spáni í mars á næsta ári. Fleiri boð um sýningar á Gretti á erlendri grund bíða skoðunnar. Svo það er alveg næsta víst er að Grettir er sannkallaður útrásarvíkingur þessi misserin, í góðri merkingu þó.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06