
fimmtudagurinn 12. janúar 2017
Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu uppselt á fjórar sýningar
Hinn dásmlega föstudaginn 13. janúar hefjast sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn hefur farið sigurför um landið síðan í haust og hlotið einlæglegar viðtökur. Óhætt er að segja að mikil spenna sé í landinu enda er þetta í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið sýnir í leikhúsi þjóðarinnar. Það er mikil eftirvænting meðal áhorfenda því nú þegar er uppselt á fyrstu fjórar sýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Upphaflega stóð til að sýningar yrðu aðeins 3 en nú eru þær orðnar 6 og jafnvel verður enn bætt við sýningum.
Miðasala fer fram á www.tix.is og í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200
Sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu
1. sýning föstudaginn 13. janúar kl.19.30 UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 15. janúar kl.14.00 UPPSELT
3. sýning miðvikudaginn 18. janúar kl.19.30 UPPSELT
4. sýning föstudaginn 20. janúar kl.19.30 UPPSELT
5. sýning sunnudaginn 22. janúar kl.14.00
6. sýning miðvikudaginn 25. janúar kl.19.30
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18