fimmtudagurinn 10. desemberá2015

Gef­u kˇmÝska jˇlagj÷f

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út fjöldan allan af bókum og hljóðbókum. Því er rétt að benda áhugasömum á að læða nú kómískri jólagjöf í pakkann í ár. Nýjasta útgáfuverk okkar er bókin Leiklist á Bíldudal eftir Elfar Loga Hannesson. Bókin hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur og er að seljast upp hjá okkur. Einnig er rétt að benda á hina einstöku jólabók okkar Um jólin eftir Þórarinn Hannesson. Þar er á ferðinni jólabók sem er að verða partur af jólum landsmanna. Í bókinni Um jólin eru fjölbreytt jólaljóð sem koma öllum í gott jólaskap. Sama á við um þessa bók hún er við það að seljast upp hjá okkur. Loks skal nefna kennslubókina Leikræn tjáning eftir Elfar Loga Hannesson. Viðamesta kennslubók sinnar tegundar á íslensku.

Svo nú er bara að panta strax í dag og við sendum kómísku bækurnar til ykkar. Pantanasími 891 7025, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

Ekki getum við skilið svo við nema minnast á okkar vinsælu hljóðbækur. Alls höfum við gefið út 14 hljóðbækur sem allar hafa gengið vel í landann. Meðal hljóðbóka okkar má nefna Álfa- og jólasögur, Draugasögur og Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum.

Hljóðbækurnar fást hjá okkur og einnig í verslunum um land allt. Má þar nefna Eymundsson, Heimkaup.is, Mál og menningu, Rammagerðina á Ísafirði og í Bókakaffið á Selfossi. 

Pantanasími: 891 7025

komedia@komedia.is