miðvikudagurinn 14. mars 2012
Galdrasögur ný Þjóðleg hljóðbók
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók sem heitir Galdrasögur. Að vanda er sótt í hinni magnaða og frábæra þjóðsagnaarf Íslands. Galdrasögur er níunda Þjóðlega hljóðbók Kómedíuleikhússins en þær þjóðlegu hafa notið mikilla vinsælda um land allt enda er hér á ferðinni sérlega vönduð útgáfa á þjóðsögum þjóðarinnar. Alls eru 22 galdrasögur á nýju Þjóðlegu hljóðbókinni hver annarri magnaðri og göldróttari. Meðal sagna á hljóðbókinni Galdrasögur má nefna Galdra-Loftur, Gottskálk biskup grimmi, Allir erum við börn hjá Boga, Viltu skyr skeggi?, Ljósið í hauskúpunni, Sagnarandi kemur upp þjófnaði og Stokkseyrar-Dísa. Lesari er Elfar Logi Hannesson, leikari. Galdrasögur sem og allar Þjóðlegu hljóðbækurnar fást hér á heimsíðu Kómedíuleikhússins og í verslunum um land allt.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06