fimmtudagurinn 24. nóvember 2011
Frumsýning um helgina á Bjálfansbarnið og bræður hans
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði um helgina. Leikurinn heitir Bjálfansbarnið og bræður hans, og er sannkallað jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna. Hér er sagt frá vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést í mannabyggðum í eina öld ef ekki meir. Þessir sveinar eru skrítnir og skondir enda heita þeir mjög undarlegum nöfnum á borð við Lækjaræsir, Refur, Froðusleikir, Langleggur, Baggalútur og svo auðvitað Bjálfansbarnið. Eitt er víst þá verður pottþétt mikið stuð og ævintýri þegar þessir vestfirsku jólagæjar snúa aftur til byggða og munu án efa mála bæinn rauðan að hætti jólasveina. Frumsýnt verður á laugardag í Listakaupstað og hefst sýningin kl.14. Önnur sýning verður daginn eftir, á sunnudag einnig kl.14. Eftir það verður leikurinn sýndur um helgar alveg fram að jólum og milli hátíðanna verður sérstök hátíðarsýning. Forsala á allar sýningar er hafin í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverðið er sérlega jólalegt aðeins 1.900.- kr.
Höfundur og leikari Bjálfansbarnið og bræður hans er Elfar Logi Hannesson, höfundur jólasveinavísna er Þórarinn Hannessson, Marsibil G. Kristjánsdóttir er skapari jólasveinanna sem og allrar umgjörðar sýningarinnar og leikstjóri er Ársæll Níelsson. Bjálfansbarnið og bræður hans er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og kemur öllum í rétta jólaskapið og styttir einnig biðina fyrir hátíðina sem framundan er.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06