laugardagurinn 26. október 2013

Frumsýning á Fjalla-Eyvindi

Fjalla-Eyvindur frumsýningur í kveld.
Fjalla-Eyvindur frumsýningur í kveld.

Það er stór dagur í Kómedíuleikhúsinu í dag því upp er runninn frumsýningardagur. Síðustu tvo mánuði hafa æfingar staðið yfir á nýju íslensku leikverki um Fjalla-Eyvind. Nú er komið að því. Leikritið Fjalla-Eyvindur verður frumsýnt í kvöld og verður að því tilefni nokk óvenjuleg sýning. Því sýningin mun fara fram utandyra. Nánar tiltekið á útisviðinu í Garðinum við Húsið á Ísafirði. Það er ekki vitlaust að mæta í nútíma útileguklæðnaði á sýninguna en samt er nú spáð mjög góðu veðri á frumsýningarkveldi. Fjörið hefst kl.20.30 og þá fá áhorfendur góða upphitun í sinn maga. Gómsæta súpu að hætti Hússins. Að sýningu lokinni verður slegið upp kántrý dansiballi með hinni vinsælu Crazy Horse.

Miðaverð fyrir allt þetta, leiksýningu, súpu og dansiball er aðeins 2.900.- kr. Forsala fer fram í Vestfirzku verzluninni og er opið þar til kl.16 í dag. Einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.