mánudagurinn 28. október 2013

Fjalla-Eyvindur í Hömrum 2. nóvember

Mikill fjöldi sótti frumsıningu á Fjalla-Eyvindi
Mikill fjöldi sótti frumsıningu á Fjalla-Eyvindi

Á laugardag kom nýr Kómedíukrói í heiminn okkar 36. Efnið var ekki að verri endanum eða sjálfur konungur útlaganna Fjalla-Eyvindur. Mikil og góð stemning var á frumsýningu sem var um margt sérstök en hún fór fram utandyra að hætti söguhetjunnar. Sýnt var í Garðinum við Húsið á Ísafirði. Áhorfendur létu þó kuldan ekki buga sig og sátu sýninguna á enda. Hafið þökk fyrir það.

Næsta sýning verður laugardaginn 2. nóvember kl.20. Að þessu sinni verður sýnt innandyra eða í hinum fína sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, Hömrum. Forsala er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni og stendur yfir alveg fram að sýningardegi. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. 

Miðaverð er aðeins 2.500.- kr.