þriðjudagurinn 11. mars 2014

Fjalla-Eyvindur á Hólmavik

Fjalla-Eyvindur á Café Riis á fimmtudag
Fjalla-Eyvindur á Café Riis á fimmtudag

Kómedíuleikhúsið brunar enn og aftur yfir heiðar með sinn Fjalla-Eyvind. Nú er áfangastaðurinn Hólmavík. Sýnt verður á Café Riis á fimmtudag 13. mars og hefst sýningin kl.20. Miðaverð er aðeins 2.000.-kr og það er posi á staðnum. Leikritið um Fjalla-Eyvind hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur en þetta er áttunda sýningin á leiknum. Saga Fjalla-Eyvindar á sannarlega erindi enn þann dag í dag en gaman er að geta þess að í ár er 300 ára fæðingarafmæli þessa mesta útlaga þjóðarinnar.

Gaman er að segja frá því að sama kveld verður opnuð sögusýningin Vestfirsk leiklist. Sýningin verður í Hnyðju og verður formlega opnuð strax að lokinni sýningu á Fjalla-Eyvindi eða kl.21.07. Leiklistin verður sannarlega í aðalhlutverki á Hólmavík fimmtudaginn 13. mars.