
laugardagurinn 22. febrúar 2014
Fjalla-Eyvindur á Eyvindarstofu í kveld
Leikritið Fjalla-Eyvindur verður sýnt í kveld, laugardag, á Eyvindarstofu á Blönduósi. Miðasala og borðapantir eru í fullum gangi á Eyvindarstofu í síma: 453 5060. Leiksýningin hefst kl.20 en tilvalið er að gera meira úr kveldinu og fá sér að borða fyrir leiksýningu. Eyvindarstofa er í hjarta Blönduós þar sem sögu þessa mikla útlaga er gerð skil á glæsilegan hátt. Auk þess að geta fræðst um sögu Eyvindaren stofan sjálf er hönnuð í stíl Eyvdindarhellis á Hveravöllum.
Leikritið um Fjalla-Eyvind hefur verið sýnt víða um Vestfirði en þetta er í fyrsta sinn sem leikurinn er sýndur utan Vestfjarða. Í verkinu er saga þesssa mikla útlaga rakinn á léttan og skemmtilegan hátt. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, tónlist er eftir Guðmund Hjaltason en leikmynd og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18