þriðjudagurinn 13. nóvember 2018

Ertu búin/n að ná þér í Alla daga

Gjör þú vor, mitt líf að ljóði, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldið Stefán svo réttilega
Gjör þú vor, mitt líf að ljóði, er lifi sjálfan mig. Svo orti skáldið Stefán svo réttilega

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út veglegt úrval ljóða Stefáns Sigurðsson er kenndi sig við Hvítadal. Skáldið sem er fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn er án efa einn af hinum stóru í íslenskri ljóðasögu. Langt er síðan ljóð Stefáns hafa verið fáanleg í svo veglegri útgáfu en það var árið 1945 sem heildarútgáfa hans ljóða kom út, ritstýrt af skáldinu Tómasi Guðmundssyni. 

Ljóðaúrval þetta Allir dagar eiga kvöld sækir nafn sitt í eitt ljóða Stefáns, Sóldagur. Víst var sólin honum hugstæð en þó einnig vorið og í bókinni má finna fjölmörg vorljóð. Andstæðan var honum einnig hugstæð myrkrið og myrknættið. Eigi má gleyma jólunum því víst var skáldið mikið jólabarn og nægir þar að nefna hið frábæra jólaljoð með einfalda nafnið, Jól:

Þau lýsa fegurst,

er lækkar sól, 

í blámaheiði,

mín bernskujól.

 

Svo enn sé vitnað í orð skáldsins þá má vel segja að, skáldið er fólksins æð. Bókin er ríkulega myndskreytt hvar myndskreytarnir eru allt konur og stúlkur á breiðum aldri. Sú elsta fædd 1971 og sú yngsta 2012. Auk þess kemur þessi einstaki listahópur úr sama ranni þar sem um er að ræða móður, dætur og barnabörn.

Allir dagar eiga kvöld. Ljóðaúrval Stefáns frá Hvítadal fæst í næstu bókaverzlun.