
mánudagurinn 13. febrúar 2017
Enn fleiri aukasýningar á Gísla í Þjóðleikhúsinu
Kómedíuleikhúsið hefur undanfarinn mánuð sýnt hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Upphaflega stóð til að sýningarnar yrðu tvær eða þrjár en eru nú komnar í 12 og enn er bætt við aukasýningum. Þrjár aukasýningar á Gísla í Þjóðleikhúsinu verða núna í vikunni. Sýnt verður miðvikudaginn 15. febrúar kl.19.30, laugardaginn 18. febrúar kl.17.00 og loks sunnudaginn 19. febrúar kl.17.00. Eru þetta allra síðustu sýningar á Gísla á Uppsölum og því borgar sig ekkert að fresta því að skella sér í leikhúsið.
Miðasala á aukasýningarnar þrjár fer fram á www.tix.is Einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.
Gísli á Uppsölum hefur fengið einlægar og einstakar viðtökur áhorfenda sem gagnrýnenda. Þar á meðal 4 stjörnur hjá rýnara Morgunblaðsins.
26.03.2021 / 17:03
Bakkabræður láta bíða eftir sér
Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann. ... Meira22.03.2021 / 16:53