
mánudagurinn 29. júlí 2019
Einar verður heima á Litlabæ á helginni
Hinn sögulegi einleikur EG um athafna- og hugsjónamanninn Einar Guðfinnsson föður Bolungavíkur (já EG vildi sleppa errinu) hefur verið sýndur tvö ár í röð í Einarshusi. Síðasta sýning var þar bara rétt um daginn en EG snýr alltaf aftur og nú á fæðingarbænum. Nánar tiltekið í Litlabæ í Skötufirði. Eigi verður þó allt verkið sýnt heldur hápunktur þess hin örlagaríka sjóferð sem EG fór ungur að árum. Það er nokk víst að hefðu þeir ekki náð landi væri öðruvísi umhorfs í Bolungavík í dag.
EG sjóferðin verður á fjölunum í fæðingarbæ söguhetjunnar, á Litlabæ, laugardagskveldið 3. ágúst kl.20.00. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa freistandi og gómsætar veitingar frá vertunum á Litlabæ.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18