föstudagurinn 25. janúar 2013

Drakúla startar nýju ævintýri

Við höfum stofnað nýjan klúbb sem er svo geggjaður og öðruvísi að það fá allir inngöngu í þennan klúbb. Vanda skal það sem lengi á að standa sagði vestfirska skáldið Steinn Steinarr. Því ákváðum við að hefja þetta nýjasta ævintýri okkar með því að kalla á hinn eina og sanna Drakúla. Loksins segja líklega flestir, loksins verður upphaflega sagan um Drakúla eftir Bram Stoker fáanleg á hljóðbók. Sem um leið er það fyrsta sem Hljóðbókaklúbburinn þinn býður uppá. Já, þú last rétt við höfum stofnað sérstakan hljóðbókaklúbb. Það borgar sig að vera í þessum klúbbi því þarna færðu besta hljóðbókaverð landsins. Þetta er einfalt dæmi þú færð fjórar nýjar hljóðbækur á ári sendar heim og þannig eignast þú einstakt hljóðbókasafn á geggjuðu verði. Allt á 35% afslætti og takið eftir ekkert sendingargjald. Allt er mögulegt nú þegar hafa nokkrir Íslendingar sem búa erlendis skráð sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn og það er bara ekkert mál. Skiptir engu hvort þú átt heima í Hrísey eða Honduras. Allir fá inngöngu í Hljóðbókakúbbinn þinn.

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn sendu okkur einfaldlega tölvupóst komedia@komedia.is hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Það er allt og sumt.

Hljóðbækur ársins eru:

 

Febrúar:

Drakúla - Makt myrkranna. Hin eina sanna saga eftir Bram Stoker

 

Maí:

Skrímslasögur. Úrval úr þjóðsagnasafni Íslands

 

September:

Piltur og stúlka. Eftir Jón Thoroddsen

 

Nóvember:

Álfa- og jólasögur. Úrval úr þjóðsagnasafni Íslands