miðvikudagurinn 24. júlí 2013

Búkolla og Sigvaldi á Reykhóladögum

Búkolla verður á Reykhóladögum
Búkolla verður á Reykhóladögum

Um helgina verða hinir árlegu Reykhóladagar haldnir. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í hátíðinni og sýnir tvo verk úr smiðju sinni. Á laugardeginum 27. júlí verður ævintýraleikurinn Búkolla sýndur í Hvanngarðabrekku og hefst leikurinn kl.16.00. Daginn eftir verður Dagsstund með Sigvalda Kaldalóns þar sem fjallað verður um ár hans í Djúpinu. Sýnt verður í setustofunni á Barmahlíð og hefst sýningin kl.15.30.