föstudagurinn 19. október 2012

Búkolla frumsınd á Bíldudal og şağ er frítt inn

Leikmyndin í Búkollu er mikiğ ævintır
Leikmyndin í Búkollu er mikiğ ævintır

Það verður ævintýralegur dagur á Bíldudal á sunnudag. Þá verður ævintýraleikritið Búkolla - Ævintýraheimur Muggs frumsýnt í Baldurshaga og það er frítt inná sýninguna. Það er Vesturbyggð sem býður uppá sýninguna og ekki er þó allt talið því styrtarsjóðurinn HannesÖrnÁgúst skellir í vöfflur fyrir alla að sýningu lokinni. Leiksýningin hefst kl.16 og nú er um að gera að fjölmenna í Baldurshaga og eiga ævintýralegan dag saman. Það er Kómedíuleikhúsinu sérstök ánægja að frumsýna Búkollu - Ævintýraheim Muggs á Bíldudal þar sem listamaðurinn ólst upp. Muggur varð fyrir miklum áhrifum á æskuárunum á Bíldudal og einmitt þar heillaðist hann af þjóðsögum og ævintýrum. Því á heimili hans var gömul kona sem hafði þann starfa einan að segja börnunum sögur, nei þetta er ekki grín. Þjóðsagnaarfurinn var Muggi mjög kær í hans myndlist og margar bestu mynda hans eru einmitt þjóðsagnamyndir hans.

Búkolla - Ævintýraheimur Muggs er sannkallað ævintýr þar sem allt getur gerst. Í aðalhluverki eru úrval þjóðsagna og ævintýra sem Muggur myndskreytti. Þar ber helst að nefna Sálin hans Jóns míns, Búkolla og síðast en ekki síst hans eigið ævintýr Dimmalimm.

Fjöldi listamanna kemur að sýningunni sem eiga það allir sameiginlegt að vera Vestfirðingar og ekki bara það heldur eru allir búsettir á Vestfjörðum í dag. Feðginin listelsku Kristján Gunnarsson og Marsibil G. Kristjánsdóttir hanna og gera leikmyndina sem er ævintýralegt listaverk skreytt myndum Muggs. Bæði hafa unnið mikið fyrir Kómedíuleikhúsið og eiga stóran þátt í góðu gengi leikhússins. Guðmundur Hjaltason semur alla tónlist í verkinu og er þetta í fyrsta sinn sem hann semur fyrir Kómedíuna en líklega ekki það síðasta. Höfundur og leikari Búkollu - Ævintýraheimur Muggs er Elfar Logi Hannesson.

Nú þegar er búið að bóka fjölmargar sýningar á Búkolla -Ævintýraheimur Muggs en fyrst um sinn verða sýningar á Vestfjörðum. Á nýju ári hefjast síðan sýningar um land allt.

Síðast en ekki síst er gaman að geta þess að Menningarráð Vestfjarða styrkir sýninguna með veglegu framlagi.