mánudagurinn 3. desember 2012

Bjálfansbarnið og Gísli Súrsson í borginni

Bjálfansbarnið skundar nú í bæinn
Bjálfansbarnið skundar nú í bæinn

Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur verið sýnt af blússandi krafti síðustu vikur. Í síðustu viku var farið í leikferð um Norðurland og heppnaðist sú leikferð sérlega vel. Þá heimsóttum við m.a. Skagaströnd, Hrísey og Siglufjörð. En nú skal skundað með vetfirsku jólasveinana til höfuðborgarinnar. Það verður ekki aðeins sýnt í borginni heldur og í Borgarnesi. Bjálfansbarnið og bræður hans fá ferðafélaga með sér í þessa höfuðborgarferð en það er enginn annar en kappinn Gísli Súrsson. En þetta vinsælasta leikrit Vestfjarða og líklega mun víðar verður sýnt í Árbæjarskóla í vikunni. Gísla Súrsson þarf vart að kynna hjá Kómedíuleikhúsinu en þó má geta þess að þetta verður sýning númer 239.