laugardagurinn 22. ágúst 2020

Beğiğ eftir Beckett 30. ágúst

Miğasala hefst á mánudag
Miğasala hefst á mánudag

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sunnudaginn 30. ágúst í leikhúsi sínu í Haukadal Dýrafirði nýtt leikrit, Beðið eftir Beckett. Leikur þessi er um margt einstakur fyrir það fyrsta varð tilurð hans þegar öllum leikhúsum var lokað sökum Kóvítans og leikhúsfólkið hefði ekkert betra að gera en að æfa. Reyndar höfðu Kómedíuleikarinn, Elfar Logi, og Trausti Ólafsson, höfundur leiksins, lengi rætt það að gera lekskáldinu Samuel Beckett skil á íslensku leiksviði. Sko og svo, það skapast tækifæri í hverri stöðu. Trausti settist við og ritaði leikritið og í vor hófust svo æfingar rafrænt. Þar sem leikarinn var í leikhúsinu okkar hér vestra og lék fyrir framan tölvu og við aðra tölvu í Reykjavík sat Trausti og leikstýrði. Æfingar í raunheimum hófust síðan í sumar og svo aftur í ágúst. Nú er biðin loks á enda því Beðið eftir Beckett verður frumsýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal 30. ágúst einsog getið var í upphafi.

Auk Elfars Loga og Trausta koma listamennirnir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson að uppsetningunni. Marsibil hannar búninga og leikmynd en Hjörleifur semur tónlist fyrir leikverkið. Siguvald Ívar Helgason hannar lýsingu og loks kemur ungur dýrfirskur leikari við sögu í leiknum. Sá heitir Þrymur Rafn Andersen og er í hlutverki Sendiboða. Stefnan er sett á að fara með leikverið víðar um landið og þá munu aðrir ungir leikarar bregða sér í hlutverk Sendiboðans.

Sökum Kóvítans verður sérlega góðmennt í leikhúsinu hverju sinni því hefur verið ákveðið að hafa þrjár sýningar í röð í Haukadal. Fyrst sunnudaginn 30. ágúst svo daginn eftir 31. ágúst og loks þriðjudaginn 1. september. Allar sýningarnar hefjast kl.20.00 og eru aðeins örfá sæti í boði á hverja sýningu. Miðasala hefst mánudaginn 24. ágúst. Miðasölusíminn er 891 7025. 

Mennta og menningarmálaráðuneytið styrkir uppsetninguna á Beðið eftir Beckett, einlægar þakkir fyrir traustið.