laugardagurinn 27. október 2012
Baulað á frumsýningu
Um síðustu helgi frumsýndi Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikverk Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Frumsýnt var á söguslóðum í fæðingarbæ listamannsins Muggs á Bíldudal við Arnarfjörð. Þar er frábært félagsheimili sem heitir Baldurshagi og þar hafa ófáar leiksýningarnar verið sýndar í gegnum árin. Það var alveg smekkfullur salur á frumsýningu á ævintýraleiknum Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Áhorfendur voru greinilega að fíla ævintýrið því í lokalagi sýningarinnar tóku gestir vel undir með leikaranum þegar hann baulaði einsog naut í viðlaginu. Að sýningu lokinni buðu lærifeður og verndarar Kómedíuleikhússins þeir Ágúst Gíslason, Hannes Friðriksson og Örn Gíslason öllum leikhúsgestum uppá vöfflur og gos. Það var sannkölluð hátíðarstemning á Bíldudal þennan góða sunnudag í lok október. Haft var að orði að langt væri síðan svo margir hafi komið saman á Bíldudal.
Búkolla er nú komin á fullt span og hefur leikurinn nú þegar verið sýndur fjórum sinnum á Bíldudal, Patreksfirði, Tálknafirði og í gærdag var sýnt á Suðureyri. Í komandi viku verða tvær sýningar á Búkollu á fimmtudag verður sýnt á Flateyri og daginn eftir verður sýning fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði.
Ævintýraleikurinn Búkolla hefur fengið frábærar viðtökur og ljóst er að þetta ævintýri er bara rétt að byrja. Að lokum má geta þess að þetta var 31 verkið sem Kómedíuleikhúsið frumsýnir á aðeins 15 árum. Það er nú bara ævintýri útaf fyrir sig.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06