şriğjudagurinn 6. október 2020

Aukasıning á Beğiğ eftir Becektt í Haukadal

Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal
Aukasıning á Beğiğ eftir Beckett 7. október í Haukadal

Það verður aukasýning á Beðið eftir Beckett í leikhúsinu okkar í Haukadal miðvikudaginn 7. október. Til stóð að hafa aðra aukasýningu í kveld þriðjudag, en því miður þarf að aflýsa henni þar sem leikmyndin okkar fór á flakk. Við vorum að sýna á Egilsstöðum um daginn og í gær var leikmyndin komin suður og á leið í flutningabíl vestur. En á einhvern stór kómískan hátt fór leikmyndin aftur austur á Egilsstaði. Þegar þetta er ritað er hin umtalaða leikmynd í háloftunum á leið suður og kemur svo fljúgandi til síns heima hingað vestur. 

Í tilefni af þessu og tilverunni almennt erum við með sérstakt tilboð á aukasýninguna á miðvikudag 7. október. Tveir fyrir einn. Já, þú bókar tvo miða en borgar aðeins fyrir einn. Aðeins bókanlegt í miðasölusíma okkar 891 7025. 

Leiksýningin Beðið eftir Beckett hefur fengið þessar fínu viðtökur áhorfenda. Auk þess að vera sýnd í leikhúsinu okkar í Haukadal hefur leikurinn einnig verið sýndur í Reykjavík, Eskifirði og á Egilsstöðum einsog frægt er orðið. Höfundur og leikstjóri Beðið eftir Beckett er Trausti Ólafsson. Leikari er Elfar Logi Hannesson og einnig kemur sérstakur gestaleikari fram á aukasýningunni á miðvikudag hinn ungi og efnlegi dýrfirski leikari Þrymur Rafn Andersen. Höfundur búninga og leikmyndar er Marsibil G. Kristjánsdóttir og Hjörleifur Valsson semur tónlistina. 

Eflum atvinnuleikhús Vestfjarða með því að mæta í leikhúsið það skilar sér lang best.