
mánudagurinn 17. desember 2018
Árið er 2002 - Kómedíuleikhúsið fær styrk frá Leiklistarráði
Árið 2002 fengum við í fyrsta sinn styrk frá Leiklistarráði sem er sjóður Menningarráðuneytis sem úthlutar styrkjum til atvinnuleikhópa og húsa. Styrkurinn var uppá rétt yfir tvær milljónir fyrir uppfærslu á einleiknum Mugg. Frumsýnt var í fæðingarþorpi söguhetjunnar á Bíldudal. Eftir það lá leiðin á Ísafjörð var leikurinn var sýndur tvo ganga. Þá var okkur boðið að sýna í Borgarleikhúsinu sem við gerðum og fylltum salinn tvisvar.
Af hverju er þetta rifjað upp nú? Jú, vegna þess að við erum einmitt með umsókn hjá Leiklistarráði núna og bíðum líkt og hjá böðlinum eftir svari. Reyndar er nú um að ræða tvíleik. En það sem angrar okkur mest er að við höfum aðeins einu sinni fengið styrk frá Leiklistarráði. Já aðeins í þetta eina sinn árið 2002.
Samt erum við einn elsti starfandi sjálfstæði leikhópur landsins.
Erum eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og aðeins eitt annað rekið á landsbyggð.
Við höfum sett upp 43 verk þrátt fyrir að afskiptaleysi Leiklistarráðs.
Er nema von að margur spyrji sig hvað veldur? Er það stefnuleysi Menningarráðuneytis í atvinnulistum á landsbyggð? Er það að það að reka atvinnuleikhús á landsbyggð sé ómerkilegra en að reka það á höfuðborgarsvæðinu? Svo margar hugmyndir skjóta upp kollinum.
Við erum ávallt bjartsýn annars værum við ekki svona fullorðinn orðinn. Það er hinsvegar mikilvægt að láta vita þegar óréttlæti er beytt gangvart atvinnulistum á landsbyggð. Við bíðum auðvitað spennt eftir svari Leiklistarráðs hvort það verði annað en því miður kemur í ljós á nýju ári og við munum tilkynna það að sjálfsögðu hér á heimasíðu okkar hvort heldur sem svarið verður.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06