miðvikudagurinn 3. mars 2021
Afmælisrit Kómedíuleikhússins komið út
Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús Vestfjarða er tuttugu ára í ár. Því þarf að fagna á kómískan hátt og það munum við gera allt afmælisárið. Fyrir stuttu komu í Kómedíuhús endurskinsmerki sem prýða merki leikhússins og hefur þeim verið dreift víða um Vestfirði og verða áfram aðgengileg á sýningum í leikhúsi okkar í Haukadal.
Sérstakt afmælisrit er einnig komið í Kómedíuhús. Ritið inniheldur sögu Kómedíuleikhússins og er prýtt fjölda mynda úr starfseminni síðustu tvo áratugi. Einnig rita níu aðilar pistla í ritið en það eru þau Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands, Jón Sigurður Eyjólfsson, sérlegur umboðsmaður Kómedíuleikhússins á Spáni, Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Hjörleifur Valsson, fiðluleikari, Soffía Vagnsdóttir, Bolvíkingur og skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla hjá Reykjavíkurborg, Lýður Árnason, leikstjóri og fyrverandi yfirlæknir á Flateyri, Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins með mörgu meiru, Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, og Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna.
Afmælisritið fæst einsog endurskinsmerkin í leikhúsinu okkar í Haukadal.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06