miðvikudagurinn 9. apríl 2014
Afar fá frítt á barnaleikritið Halla
Æfingar fyrir nýtt íslenskt barnaleikrit Halla standa nú yfir hjá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði. Hér er á ferðinni einlægt ævintýri um stúlkuna Höllu sem býr hjá afa sínum í þorpi. Frumsýning verður núna á laugardag 12. apríl kl.16.30 í Safnahúsinu á Ísafirði. Einsog í öllum alvöru ævintýrum þá gerast ævintýralegir hlutir. Nú þegar hefur verið tilkynnt að allar stúlkur sem heita Halla fá frítt á sýninguna. Og enn bætir í ævintýrið því afar á öllum aldri fá einnig frítt á barnaleikritið Halla.
Halla verður einnig á fjölunum í Safnahúsinu Ísafirði um páskana. Tvær sýningar verða laugardaginn 19. apríl. Sú fyrri verður kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar eða kl. 17.30. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í síma 891 7025.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06